þriðjudagur, júlí 27, 2004
mánudagur, júlí 26, 2004
Þetta hefst allt á reynslunni.
Þetta eru mín fyrstu skref í blaðurmennsku í margmiðlunarumhverfi veraldarvefsins, þ.e. fyrir Extreme-alt klúbbinn. Mitt fyrsta verk er að útlista hversu ánægjulegt það er að nýta hina íslensku sunnanátt í eitthvað annað en að rölta um skalla og velja myndbandsspólu. Ég hafði hugsað mér að fara í technosport gym og æfa mitt vesæla bak, þegar mér varð litið út um gluggann á þriðju hæð í húsinu sem ég vinn í. Þá tók hjartað kipp, það blakti fáni og mér leið eins og að ég væri sautján og gat ekki beðið eftir því að komast úr vinnunni til að sleppa drekunum lausum. Mikið djöfull er þetta gaman, fyrst um sinn var ég í UFO plast stormtrooper gallanum en þar sem að brynjan truflaði mig þá fékk hún að fjúka. Hnéhlífarnar eru þó alveg frábærar, það var hægt að slæda um allt túnið á þeim. Það voru tekin nokkur góð stökk, maður kann þetta ennþá og slæmar byltur, maður kann það líka. Svo mætti Björn nokkur á svæðið með nýju fallhlífina sína og fékk ég að reyna á það helvíti. Hún virkar vel, eiginlega einum of vel, ég er með grastætlur framan í mér milli tannanna og upp í rassgatinu, eiginlega bara alls staðar. Ég vona samt að það fari að lægja, það er ekki eins hættulegt að hjóla.
Öskjuhlíðin og pjakkarnir
Á laugardaginn var haldið í Öskjuhlíðina og kíkt á drullupallinn. Harpa ljósmyndari var með í för og smellti af myndavélum í gríð og erg til að staðfesta atburðinn. Í hverju stökki fjarlægðumst við jörðina meir og meir og fór svo að lokum að hjólin stóðust ekki álagið ;)
http://community.webshots.com/album/167480770YPTrHr
mánudagur, júlí 19, 2004
Kann einhver að setja inn fasta linka?????
Þetta er skrifað með rauðu!!!
http://www.pbase.com/bsh/stapinn&page=1
sunnudagur, júlí 18, 2004
Strákar, má þetta!!!!!!
Í gær fórum við Eiki, BO og Grettir og hjóluðum um gjörvalla Reykjavíkursýslu. Stefnan var að auglýsa mömmumorgnana í Fjarðarkaupum og fylla kartöflupokanneikioggrettirþettaerekkertmálaðskrásiginnáþetta minnið.
Eftir dágóða stund fórum við að leggja á ráðin og reyndum að ná hagstæðum samningum á Langabarnum. Afráðið var að reyna að brjóta lög til þess að fá tvær heitar lögreggluskvísur til að handtaka okkur. Ekki gekk það eftir vegna heigulsskaps.
Að því loknu var haldið í Nauthólsvíkina. Þar fundum við ágætis stökkpall sem skal skoðaður við betra jafnvægistækifæri.
BO
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Vindurinn á Íslandi
Í gær gerði ég tilraun til hjólreiða. Veðrið var gott, en þó blés nokkuð. Í raun getur smá vindur eyðilagt alla skemmtun við að hjóla. Ekki að það sé erfitt að hjóla mót vindi, heldur er ekkert hægt að gera. Ef þú reynir að prjóna eða stökkva feykir vindurinn þér bara tilhliðar.
Vindinn er þó hægt að nýta á annan hátt. Flugdrekinn var tekinn fram og tveggja tíma æfingaflug var tekið á Víðistaðatúni!!!
Strákar, hvar er ferðasaga helgarinnar. Hvert var farið, hvaða fjöll voru brunuð og veiddist eitthvað á Arnarvatnsheiði????
BO