Þetta hefst allt á reynslunni.
Þetta eru mín fyrstu skref í blaðurmennsku í margmiðlunarumhverfi veraldarvefsins, þ.e. fyrir Extreme-alt klúbbinn. Mitt fyrsta verk er að útlista hversu ánægjulegt það er að nýta hina íslensku sunnanátt í eitthvað annað en að rölta um skalla og velja myndbandsspólu. Ég hafði hugsað mér að fara í technosport gym og æfa mitt vesæla bak, þegar mér varð litið út um gluggann á þriðju hæð í húsinu sem ég vinn í. Þá tók hjartað kipp, það blakti fáni og mér leið eins og að ég væri sautján og gat ekki beðið eftir því að komast úr vinnunni til að sleppa drekunum lausum. Mikið djöfull er þetta gaman, fyrst um sinn var ég í UFO plast stormtrooper gallanum en þar sem að brynjan truflaði mig þá fékk hún að fjúka. Hnéhlífarnar eru þó alveg frábærar, það var hægt að slæda um allt túnið á þeim. Það voru tekin nokkur góð stökk, maður kann þetta ennþá og slæmar byltur, maður kann það líka. Svo mætti Björn nokkur á svæðið með nýju fallhlífina sína og fékk ég að reyna á það helvíti. Hún virkar vel, eiginlega einum of vel, ég er með grastætlur framan í mér milli tannanna og upp í rassgatinu, eiginlega bara alls staðar. Ég vona samt að það fari að lægja, það er ekki eins hættulegt að hjóla.
1 Comments:
Újeeeee....
Ég get nú ekki beðið eftir því að hjólið komist í lag svo ég geti farið að stökkva á ný í Öskjuhlíðinni.
Skrifa ummæli
<< Home