Hvað þarf íþrótt að hafa til að vera jaðaríþrótt?
Ég var bara að velta þessu fyrir mér, eru flugeldasýningar jaðaríþrótt. Ég skal útskýra aðeins hvernig þær fara fram. Tökum eina sæmilega stóra flugeldasýningu, pantaða með hálfs árs fyrirvara. Það gerist ekkert fyrstu mánuðina en svo ca. tveimur mánuðum áður en skjóta þarf upp byrjar vesenið. Það þarf að sækja um leyfi, og það er ekki bara leyfi til að sprengja, það þarf leyfi fyrir því að geyma sprengjur, það þarf leyfi til að tengja sprengjur og sprengja sprengjur. Allt í þríriti með formlegri úttekt. Það þarf að græja húsnæði, mannskap, semja sýninguna og stússast almennt. Að tengja sýninguna tekur svo nokkra daga en er frekar auðveld og þægileg vinna.
Einn dagur eftir:
Spennan magnast eftir því sem líður að sýningu
Einn tími eftir:
stressið verður svo mikið að það mætti halda að ætti að hengja mann.
Ein mínúta eftir:
Ef einhver yrðir á mann, þá kúkar maður í buxurnar.
KABÚÚÚÚMM
Eldglæringar Angist Andnauð Stífkrampi Standpína
Ofsahræðsla Almennt panikk
Búið
Góðir hálsar þetta tók um 6 mínútur og ef hún tókst vel þá heyri ég klappið og hávaðan frá áhorfendum og mér líður meiriháttar vel.
Ef þetta er ekki adrenalínsport þá veit ég ekki hvað. Skipulagning, hæfileg lífshætta, brjálað kikk og síðast en ekki síst fær maður að sprengja fleiri tugi kílóa af sprengiefni.
1 Comments:
Hvað með sprengjusveitina????
Skrifa ummæli
<< Home