miðvikudagur, september 29, 2004

5679 flettingar og enn bætast nýjar myndir við

http://community.webshots.com/album/193710762ZPRbwB

Húje!!!

þriðjudagur, september 28, 2004

We're sorry for the delay.

En við munum senda þér varahluti við fyrsta tækifæri.
Ég held að ég sé loksins að fá hjólið mitt í lag, talaði við hann Pascal og hann er að fara að redda þessu.
Þess ber að geta að ég held að þetta sé eitt bilaðasta hjól á landinu. Af tveggja og hálfs árs sögu þess hefur það verið í lagi í 9 mánuði. Það var ekki í lagi nema fyrstu þrjár vikurnar til að byrja með, þá hjólaði ég á hús og braut frambremsurnar. Keypti varahluti og flutti heim til Íslands. Þá tóku við bréfaskriftir og varahlutakaup sem enduðu í því að ég keypti nýjar bremsur á fákinn og við tóku æðisgengnir tímar þar sem hjólinu var misþyrmt út í eitt. En það hafði það í för með sér að stellið gaf sig og síðan ekki söguna meir. En Jamisinn hefur ekki klikkað ennþá, það heyrist hellingur í honum og ég þori varla að stíga hann áfram, en hann klikkar ekki.

mánudagur, september 27, 2004

Allt að gerast

http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=14903

Ætli þetta muni nýtast að ráði????

Annars er BO að fara til baunalands að baunast á laugardaginn..........

mánudagur, september 20, 2004

Spurning um að fá sér FAXE?

Nú er komin þessi frábæra hugmynd að merki Extreme-allt klúbbsins. Grettir sterki átti hugmyndina og hljómar hún svo:

Ungur, hraustur maður á reiðhjóli. Á bakinu er hann með bakpoka og snjóbretti. Undir annarri hendini eru skíði. Hann er síðan dregin áfram af kraftdreka. Þessi ungi hjólreiðamaður dregur síðan á eftir sér Extreme-allt kerruna........... Allar útfærslur á grunnhugmyndinni eru góðar!!!

Kann ekki einhver þanna úti að teikna???

BO

sunnudagur, september 12, 2004

Ussss

Mér er svo illt í bakinu!!!!

föstudagur, september 10, 2004

Bjór er betri en bóklaus maður

Var að fá hanska og hjálm í hús...........

Vantar ekki einhver hanska númer LArge??

miðvikudagur, september 08, 2004

Nýjir og skemmtilegir tenglar

Gaman væri að safna skemmtilegum tenglu til notkunar í rigningu og roki!!

Svo setjum við þá upp á síðunni.....................

http://www.windthings.co.uk/default.aspx

Stefnan

Er ekki hægt að nýta rigningu og rok til einhvers......þá er ég ekki að tala um að sitja inni!!

þriðjudagur, september 07, 2004

Nú er úti veður vott............

verður allt að klessu
Hjóla heim um miðja nótt
ég nenni varla úr þessu!!!

miðvikudagur, september 01, 2004

Enn hjólar Björninn

Jájá og jamm jamm..........Er ekkert að gerast hjá ykkur aumingjunum??

Björninn skellti sér í smá sprett fyrir matinn. Strikið tekið beint upp á Ásvelli. Hjólaði hringinn í kringum Ástjörnina á þræl skemmtilegum XC stíg. þegar að honum sleppti hammmmmraði ég upp BRATTA malbikaða göngustíginn til þess eins að geta farið niður aftur. Þvílík salibuna og ljóshraðabraut. Venjuleg leið heim og beint í lúðu hjá mömmu!!!

Björn hinn síefldi