Hjólatúr
Húje..........
Klukkutími í mat, svo ég fór út að hjóla. Á leið minni upp Selvogsgötuna ákvað ég að fara upp í Kaldárssel og fylla vatnsbrúsan minn. Þegar þangað kom ákvað ég að skell mér upp á Sandfellið og komst ég þá að því hvers vegna ég er með alla þessa lágu gíra á hjólinu mínu. Þegar upp var komið hélt ég áfram hrygginn og kom niður hjá námunum í Undirhlíðunum. Við tók smá malbikskafli heim að flugmótelaflugvellinum. Þá hjólaði ég línuveginn yfir Ásfjall og þessa fínu brunbrekku heim á ný.
Glósur:
Hjóla upp og niður Helgafellið.
Bruna FEITAR brekkur í námunum, muna allan hlífðarbúnað.
Bruna stystu leið frá Ásfjalli niður í mosahlíðarnar.
Tékka á línuveginum inn í Heiðmörk.
Taka FAXE frænda með næst!!!
Upp með lífið og út að leika
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home