fimmtudagur, apríl 27, 2006
miðvikudagur, apríl 12, 2006
þriðjudagur, apríl 11, 2006
mánudagur, júlí 11, 2005
Brun, brun brun
Nú er lokið tveimur brunmótum í sumar. Þáttaka Extreme-allt liða hefur verið dræm, en þó tók Björninn þátt í seinustu keppninni. Endaði hann í þriðja sæti og betur má ef duga skal. Myndir er að finna á www.go-riding.com og frekari úrslit á www.hfr.is .
Svo er bara þetta venjulega. Allir inni að horfa á sjónvarpið.
BO
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Einn tveir og allir fóru saman...
Er það ekki bara gott að maður fer frekar og gerir eitthvað af sér en að skrifa gagnslausar lýsingar. Er að spá í smá backcountry jibbi á AK um helgina. Ég ætla að stökkva vangefið, lenda í mannaskít og fljóta í gegnum það allt saman.
sunnudagur, janúar 09, 2005
Hvað er málið?
Ísafjörður er málið.
Var þar um helgina að renna mér í búnka af snjó. Heilum bing. Nennti ekki að hreyfa á mér rassgatið þannig að ég var bara í brekkunum á skíðasvæðinu sem eru bara þokkalegar, sérstaklega þegar aðstæður voru eins og þarna. fúúúsh, sviissh og ég er ekki frá því að maður hafi tíst örlítið.
En svo eru það brekkurna sem þarf að labba í, herregud þær eru rosalegar...
fimmtudagur, desember 09, 2004
Hvað þarf íþrótt að hafa til að vera jaðaríþrótt?
Ég var bara að velta þessu fyrir mér, eru flugeldasýningar jaðaríþrótt. Ég skal útskýra aðeins hvernig þær fara fram. Tökum eina sæmilega stóra flugeldasýningu, pantaða með hálfs árs fyrirvara. Það gerist ekkert fyrstu mánuðina en svo ca. tveimur mánuðum áður en skjóta þarf upp byrjar vesenið. Það þarf að sækja um leyfi, og það er ekki bara leyfi til að sprengja, það þarf leyfi fyrir því að geyma sprengjur, það þarf leyfi til að tengja sprengjur og sprengja sprengjur. Allt í þríriti með formlegri úttekt. Það þarf að græja húsnæði, mannskap, semja sýninguna og stússast almennt. Að tengja sýninguna tekur svo nokkra daga en er frekar auðveld og þægileg vinna.
Einn dagur eftir:
Spennan magnast eftir því sem líður að sýningu
Einn tími eftir:
stressið verður svo mikið að það mætti halda að ætti að hengja mann.
Ein mínúta eftir:
Ef einhver yrðir á mann, þá kúkar maður í buxurnar.
KABÚÚÚÚMM
Eldglæringar Angist Andnauð Stífkrampi Standpína
Ofsahræðsla Almennt panikk
Búið
Góðir hálsar þetta tók um 6 mínútur og ef hún tókst vel þá heyri ég klappið og hávaðan frá áhorfendum og mér líður meiriháttar vel.
Ef þetta er ekki adrenalínsport þá veit ég ekki hvað. Skipulagning, hæfileg lífshætta, brjálað kikk og síðast en ekki síst fær maður að sprengja fleiri tugi kílóa af sprengiefni.